Opið kveðjubréf til ístrunnar..

Kæra Ístra,2004 bara allt í góðu

 

Okkar samband hefur verið með ýmsu móti gegnum árin og á köflum stormasamt.Já það má segja að við höfum eldað grátt silfur -og ýmsa aðra óhollustu gegnum tíðina...

Ég man ekki hvenær þú knúðir fyrst dyra hjá mér en finnst að þú hafir alltaf verið til staðar eða rétt handan við hornið -a.m.k í mínum eigin huga- þó svo  að myndir frá Menntaskólaárunum, og ýmsum uppákomum allt að árinu 2004 bendi til þess að sú tilfinning hafi ekki alltaf verið á rökum reist!

 Það hafa komið tímabil þar sem þrengt hefur að þér og varstu allt að því 2010: Ég meina, Dísus Joð Daníelsson!! Þetta lúkk; úff!
horfin árið 2011 er ég æfði jöfnum höndum SooBahkDo og TaeKwonDo allt að 6 sinnum í viku í undirbúningi fyrir svarta beltið mitt í hinu síðarnefnda. En þú komst alltaf aftur og er þar sjálfsagt um að kenna ákveðinni meðvirkni af minni hálfu, þar sem ég er bæði forfallinn sælkeri sem leitar gjarnan í skyndibita, og tekst auðveldlega að telja mér trú um að ég "hafi ekki tima til að elda", þegar staðreyndin er bara sú að ég hef almennt ekki gaman að því, sérstaklega þegar maður er einn. 

..Ennfremur hef ég tilhneigingu til að verðlauna mig með mat eða góðgæti þegar mér finnst vel ganga og refsa/hugga mig með sætmeti þegar illa gengur. Svona soldið "tap/tap" dæmi þegar ég spái í það..og vítahringur.

Og þú hefur sannarlega átt þín blómaskeið, eins og 2010, ég meina hvert þó í hoppandi??!? Þessar jóla(sveina)myndir (sjá dæmi t.h) sem ég var að finna eru alveg ótrúlegar!!

2011 með betri árum ístrulega séðOg ofan í það ljóslitað  sítt hár. Kræst!! Hvað var ég að pæla'

Hvað var ég að steikja þetta ár?!?  [Örugglega beikon.;-p]

Og þú blómstraðir..þangað til 2011 sem fyrr sagði..

Og nú þegar ég hef um nokkurt skeið ekki getað æft nema mjög óreglulega - auk þess sem ég sleit krossband á dögunum- hefur þér á ný vaxið fita um hrygg -ef svo má að orði komast..

Og já okey, ég varð fertugur á dögunum og kannski er enginn að setja út á þig nema ég sjálfur? 

Og  ónefnd -en mjög hreinskilin- frænka, sem alltaf finnur björtu hliðarnar á hlutunum sagði: "Þú veist, Pétur, að flestar konur vilja hafa eitthvað að klípa í ..": "Öh, [Takk en] Nei, elsku frænka, ég bara veit bara ekkert um það!! (né hvaðan þu hefur þessar upplýsingar?!?)..(Auk þess sem athygli mín og hugur beinist ekki að "flestum konum"; tja, eiginlega bara einni.2014 bara nokkuð léttur á því.

Og því er það nú sem ég er að reyna að segja þér á eins vinsamlegum nótum og ég get að hér verða leiðir okkar að skilja.

Það er leitt að þurfa a segja þetta þegar þú ert orðin svona góðu vön, en staðreyndin er sú að þú tekur einfaldlega of mikið pláss og viðvera þín er með öllu ósamræmanleg starfi mínu þessa dagana sem og heilsufarslegum, ímyndarlegum og-kannski umfram allt-félagslegum vonum, væntingum og markmiðum!

Og ég veit að ég get ekki bara hent þér út á einum degi, en kæra Ístra, svo þetta sé alveg á kristaltæru: Á þessu almannaksári -2016- vil ég að þú pakkir saman og verðir farin ekki síðar en á 2015 Santa´s back in townafmælisdaginn minn 10. nóvember n.k. Og komir ekki aftur!!

Vertu svo að endingu sæl, 

Pétur Arnar Kristinsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband