1.5.2013 | 12:16
Skák og m.a. kynjahlutverk!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2013 | 12:23
grafalvarlegt: fleiri deyja á biðlistum fyrir vikið.
Ég myndi ætla að skurðaðgerðir sem ekki verður af sökum fráfalls þess sem fara átti í hana megi líta á sem dauðadóm yfir öðrum einstaklingum sem bíða eftir aðgerð og hefðu getað komist að fyrr. Í staðinn bætist eitthvað hlutfall af þeim sem bíða á lista þeirra sem ekki munu mæta sökum fráfalls og vandamálið viðheldur sjálfu sér!!
Látnir fá bætur og læknishjálp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2013 | 11:35
Ekki fór hann suður...
...Heldur norður og niður!!
Spurningin er náttúrlega þessi:
Fékk hann ekki örugglega eiginhandaráritunina sem hann vildi?
Leitaði Fjallabræðra og féll í síló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2013 | 12:09
"..og þá svindlaði ég aldrei" eruð þið til í að...
...Hætta að nota Google Translate? Ég er viss um að það er bjálæðislega mikið af greinum of erlendu fréttaefni að sía í gegnum hjá ykkur á mbl..kannski svo mikið að lítlli tími verður eftir til að þýða hlutina almennilega, og ég er engin þýðingarlögga ...en eruð þið samt til að lesa yfir a.mk. einu sinni það sem þið skrifið o gspá í hvað sé verið að segja. "cheating" í þessu samhengi kallast á íslensku "að halda framhjá" ..og ég neita því að trúa að fólk sem ekki gerir sér grein fyrir því sé að vinna á stórum fjölmiðli, þó það sé "bara" netútgáfan..
Lágmarksmetnað, please* ;-)
*Ég þigg ekki laun fyrir að skrifa og rita því eins rétt eða rangt og mér sýnist..
Alltaf trúr en sofið hjá yfir 1.000 konum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2013 | 20:07
Sagði einhver eftirlit? ah ah atstsj..hrossakjöt...
Þqð eru eflaust fleiri vottorð í lagi en hin íslensku, og sjálfsagt er gott að fólk hafi val..en það er ljóst að eins og er eru pottar brotnir í gæðaeftirliti á meginlandinu.
Þap er enn þá að findast ..ég meina finnast...hrossakjöt sem merkt er naut..
Í Frakklandi voru menn að furða sig á því sem áttu að vera stikkprufur í kjölfar þessa hneykslis..um var að ræða nokkur hundruð hundruð sýni þegar því er haldið fram að hefði þurft miklu fleiri.... aukið efitlit mun skila betri gæðum en einnig hærri kostnaði.
Við erum með bestu og hreinustu afurðirnar, frá afmörkuðu svæði sem hægt er að hafa eftirlit með.
Af hverju einfaldlega að sætta sig við eitthvað annað?
Kerfið skilar bændum sultarlaunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2013 | 17:15
Það eina sem er sniðugt við þessa höfn er...
..að hún er hjartalaga..!
Straumar valda Herjólfi erfiðleikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2013 | 10:58
Man einhver eftir Klaufabárðunum?
Man einhver eftir Klaufabárðunum, tékkneskum (held ég) hreyfimynda-leirbrúðuköllum sem sýndir voru í Sjónvarpinu á sínum tíma? Alltaf að vandræðast eitthvað. Veit ekki af hverju ég heyri þemalag þeirra þátta við að lesa þessa frétt..og í rauninni í hvert skipti sem ég heyri/sé orðið Landeyjar-..
Klaufabárðarnir fundu þó yfirleitt lausinir á vandmáli hvers þáttar...eða játuðu sig sigraða.
Hvorugt hefur gert með Landeyjarhöfn. Framhald nr n í næsta þætti...
Strax við landnám var Ingólfur Arnarson með þetta á hreinu: Það er ekki hafnavænlegt suður um sanda.
20 Laugardalshallir af sandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2013 | 10:06
Þetta er þekkt víðar með öðrum formerkjumþ
Ég -búsettur í París-
hef fengið svona hringingar um að ég hafi hafi "kannski" verið dreginn út í einhverju lottói, ég þurfi bara að hringja aftur í visst númer og staðfesta þáttöku eða athuga hvort ég hafi raunverulega unnið eða tvöfalda möguleikana osfrv, en hugmyndin í þessum tilfellum virðist vera að fá mann til að hringja í í þetta numer sem þar sem mínútan er rukkuð á eitthvað fáránlegt, og reyna að halda manni þar sem lengst í einhverju símsvara lottóvölundarhúsi væntanlega.
Hef aldrei ansað þessu.
En þetta er þekkt og alltaf einhverjir sem falla í gildruna sem gera að verkum að þetta virðist borga sig. En það þarf einhverja kunnáttu til að setja svona á laggirnar.
Lögreglan varar við smáskilaboðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2012 | 23:29
Nýr Landspítali - Tillaga -> Nýtt myndband
Það er orðið langt síðan ég skrifaði eitthvað hérna Kannski er enginn lengur að kíkja hingað? [Nú eigið þið öll (í eintölu eða fleirtölu?) að skrifa mér "ha, jú við erum búin að vera að bíða svo lengi eftir að þú skrifaðir eitthvað nýtt; hvar hefurðu eiginlega verið??!" ]
Ég hef verið að reyna að gera möguleikann á byggingu nýs spítala á Fossvoginum að sýnilegum valkosti, enda er ég mótfallinn staðsetningu hans við Hringbraut og það er augljóst fyrir mér að þetta byggingamagn myndi sóma sér sér betur i Fossvoginum,
og vera betur staðsett m.t..t umferðar og svo mætti telja. Hér er nýjast innlegg mitt: http://youtu.be/BHmjAh2DdkI
Auðvitað myndi byggingin ekki taka á sig nákvæmlega þessa ásýnd en hér er að nýju gerð tilraun í myndbandinu til að sýna sanna að byggingarnar komast þarna fyrir án þess að valda þrúgandi skuggavörpun á nærliggjandi byggð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2012 | 21:17
Aðgengi almennings að skotvopnum hefur þessar afleiðingar
Þetta er ekki frétt.
Ef það væru einhverjar hömlur á því hver gæti orðis sér um sjálfvirk skotvopn þá gæti ekki hvaða rugludallur eða útkeyrður, illa sofinn -og eða geðsjúklingur (sem líklega hefur ekki efni á að leita sér aðstoðar vegna tryggingakerfisins).. bara labbað inn í í verslun og keypt vopn sem smíður eru til hernaðar ekki sjálfsvarnar ..og síðan notað til að skjóta samborgara sína..
Já, auðvitað er hann ábyrgur að einhverju leyti..en samfélagið þarna gerir þetta ekki aðeins mögulegt,heldur óumflýjanlegt..
Þar af leiðir að svona fréttir eru ekki fréttir eða ættu a.m.k ekki að koma neinum á óvart.
Skaut 14 til bana í kvikmyndahúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)