29.6.2011 | 23:58
"ESB viðræður hafnar"
Þannig hljómaði fyrirsögn Fréttablaðsins þann 28 júní:
Mina athugasemd læt ég vera forsíðumynd er fylgdi ofangreindri fyrirsögn -reyndar með smá
breytingu;-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.6.2011 | 01:23
Hún er ekki að höndla þetta
Manneskjan var kosin fegursta kona ársins 2011.
Getur verið að hún sé ekki að höndla það og finnist hún þurfa að gera eitthvað "meir" en að vera hún sjálf til að standa undir því? Vill þá einhver benda henni á að það sé óþarfi...-Benda ykkur öllum stelpur á að það sé óþarfi.. ;-)
Maður rekur stundum óvart augun í umvöndunarfyrirsagnir Mörtu Maríu hér á mbl af gerðinni "[] aðeins of [þetta eða hitt]". Væri ekki nær fyrst hún er svona mikið sjálfskipað alvald um góðan smekk að hún bendi frekar á hvernig hún hefði klætt sig í sporum viðkomandi; með líkama viðkomandi þannig að sem "best" fari á:
Mér finnst bara of ódýrt að skjóta bara svona en koma ekki með neitt uppbyggilegt í staðinn (líka fyrir þær sem af einhverjum ástæðum hlusta á svona gagnrýni og snúast eins og skopparakringulur í kringum smekk einhverra annarra..).
Jennifer Lopez mætti í aðeins of flegnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2011 | 23:38
Leoncie í Eurovision!
Ég myndi vilja sjá þennan sérstaka lagahöfund og skemmtikraft í Eurovision!!
;-)
spesfaktorinn yrði a.m.k.tryggður
Leoncie flytur aftur til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2011 | 19:26
Hvað á lengi að ausa peningum í þetta fíaskó?
...Ég bara spyr svona.
Hvenær á að hætta að grafa hausinn sandinn og viðurkenna að þetta var bara botnlaus heimska frá upphafi til enda...
Jæja það er svo sem í stíl við annað hér á landi þessa dagana.
Opna höfnina líklega fyrir 1. apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.1.2011 | 22:54
It´s John Wade ...Again!!
Hehehe,
Má vera að maðurinn þarfnist bara athygli en nafninu sínu, Agan ætti hann að breyta í "Again"...
.Þetta er svolítið súrrealísk frásögn og maður sér hann fyrir sér komandi trekk í trekki inn á kannski sömu bráðamóttökuna, með hnífa í sér, eldingu lostinn eða hvað það verður nú næst og starfsfólið hvískra: "it´s John Wade...Again!"
.... þetta gæti orðið söngleikur! (hugsanlega seinna byggt á ævi hins óheppna manns), ég heyri bráðamóttökuna bresta í söng þegar John Wade er hraðað inn á börum einu sinni sem oftar og syngja eftirfarandi texta við lagið
"On the road again" sem Willie Nelson gerði frægt:
It´s John Wade again
What is it this time,
with John Wade again?
It´s only been tree days
-and now he´s back again!
I hope we can revive
John Wade again..
Óheppnasti maður veraldar verður fyrir eldingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.12.2010 | 03:34
Reynt að þrýsta þessu í gegn...
Heyrði ég ekki rétt að Bretar og Hollendingar hefðu gefið ríkisstjrórninni frest út mánuðinn til að samþykkja frumvarð um Icesave: "Or else.." Ellegar geti þeir einhliða riftað þessu og og þjóðaratkvæðagreiðsla muni engu breyta: Sagði einhver "bolabrögð"??
Þeir vita jú sem er að þetta er nánast ómögulega stuttur frestur og ekkert ráðrúm gefst til að ráða ráðum sínum, hvað þá skipuleggja þjóðaratkvæðagreiðslu!!: Þeir stóla þá á það Íslendingar muniað þessu sinni láta undan þrýstingnum.
Málið er, að ef þetta eru svona augljóslega bestu málalyktir sem við fáum af hverju ættu þeir þá að hafa áhyggjur af því að við munum hafna þessu?
Getur það verið að þeir viti að tíminn vinni ekki með þeim og því betur sem málið sé skoðað - þeim mun augljósara verði að okkur beri ekki að borga þetta og dómsmál um það yrði óþægilegt fordæmismál sem hefði víðtækar afleiðingar langt út fyrir okkar litlu landsteina? Er þá ekkki þeim mun mikilvægara að við sem lentum í þessari stöðu rísum undir þeirri ábyrgð að láta reyna á réttmæti krafnanna og allra hliðstæðra krafna?
Davíð og Golíat:
Ég sá bara fyriri nokkrum dögum ágæta mynd sem heitir "A Flash of Genius" og fjallar um mál uppfinningamanns á hendur ofurefli stórfyrirtækja (Ford Motors Co), sem höfðu stolið upfinningu hans. Eftir því sem ljósara varð að hann myndi ekki gefast upp og láta málið fara "dómstólaleiðina", reyndu risarnir að semja um málið: 1.000.000$, 10.000.000$, og loks 30.000.000$!! - þegar allt sem maðurinn vildi var það sem honum bar: Viðurkenning á höfundarétti sínum. Þrátt fyrir miklar fórnir og óvissu og fórnir sem málareksturinn hafði í för með sér (s.s sundrun fjölskyldunnar), gafst hann ekki og uppskar að lokum fullnaðarsigur, og varð þar með innblástur fyriri aðra sem lent höfðu í sviðuðum aðstæðum.
Hann valdi erfiðu leiðina frekar yfir hina auðveldari og tók réttlæti og lífsgildi fram yfir friðþægingu og mútur. Það eigum við að gera líka.
Vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.10.2010 | 17:43
Nöfn þeirra sem græða með þessum hætti?
Auðmenn græða á uppboðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2010 | 04:37
Já hefnd Hawkings er að drepa guð!
Guði hafa verið sýnd nokkur banatilræði gegnum tíðina. Nietche sagði t.a.m. "Guð er dauður!"
Og nú gerir Steven William Hawking heiðarlega tilraun!
En getur það verið að þessi viðsnúningur á skoðun hans á mögulegri tilvist Guðs eða æðri máttarvalda hafi eitthvað með heilsu hans að gera; Maðurinn hefur jú í áratugi verið fangi í eigin hrörnandi líkama: Það er eðlilegt að hann sé þreyttur á þessu og hati guð, ef hann trúði þá einhvern tímann á hann. Ef við reynum nú á einhvern klaufalegan hátt að setja okkur í spor æðri máttarvalda og lítum á leit Mannsins að hinum hinstu rökum heimsins,hvaða nafni sem við nefnum þau; guð, náttúrulögmál.. og ef guðleg vitund býr að baki og verkefni okkar hér er t.d. að leita hennar og skilja eða sameinast, sést að Steven W. Hawking er vel úr garði gerður til þess að leita. Hann er e-k sérhönnuð leitarvél grimmilega berstrípuð af öllum möguleikum og "fítusum" sem tækju athyglina frá því verki sem honum er ætlað að vinna!
-Ég efast samt um að hann sjái þetta þannig ;-)!
Mín tilgáta er þessi: Þó svo að -sem maður er eingöngu lifir sem vitund og heili fastur við líkama sem ekki hlýðir lengur jafnvel einföldustu skipunum hafi hann haft óendanlega andlega vaxtamöguleika og sýnt ótrúlega þrautsegju og þrek- þá hafi hann fengið nóg af þessu: Hann hati Guð!! Og hver sætari hefnd en sú að segja í krafti allra sinna uppgötvana og þekkingar að "Guð sé óþarfur"?
Bara léttvægar vangaveltur enda er ég hvorki sálfræðingur né eðlisfræðingur...svo ég held bara áfram á þeim forsendum:
Vissulega er það óendanlegur hroki að fullyrða nokkuð af eða á um tilvist Hins Æðra með svo litlar sannanir. Ég fæ a.m.k. ekki séð að neitt af því sem upp er talið í greininni sem "sönnun" útiloki tilvist æðri vitundar eða skapara:
Hvað um það þó að þyndgarkrafturinn geri heiminn óumflýjanlegan og dugi til að skýra Miklahvell? Varð lögmálið bara til af sjálfu sér? Hvað er handan Miklahvells? Hvað þó að einhver einhver fasti í jöfnu sem lýsa á upphafsskilyrðum alheimsins hefði ekki mátt vera agnarögn annar til að líf yrði ómögulegt? Hvað varð um gamla góða 1. lögmál varmafræðinnar sem sagði fullt sjálfstrausts að: orka gæti breytt um mynd en hún gæti hvorki skapast né eyðst og því væri samanlögð orka alheimsins fasti ? Er þyngdarkrafturinn þá Guð? Hvaðan kom öll þessi orka? bara einn, tveir* og "úbbs!"??´(*tíminn var ekki orðinn til þannig að "einn, tveir og.." hafði væntanlega enga merkingu, og að hefja niðurtalningu í tímaleysi er eins og að reyna að falla í þyngdarleysi..?)
Og hvar erum við stödd raunverulega? Og miðað við hvað?
Mér virðist heimsfræðin og eðlisfræðin enn vera á þvi stigi að lýsa heiminum; að svara spurningunum "hvernig" og "hvað"** og líkanið er vissulega að verða fullkomnara og fullkomnara og vísindamenn elta þessa hililingu fullnaðarþekkingar sem svo oft hefur virst innan seilingar; atómið hvað eftir annað verið brotið í "sínar smæstu einingar",Ný kenning leysir af hólmi og/eða fellur yfir eldri kenningu eins og babúska; sannleikurinn nálgast.... eða hvað? -Og það er fjarri vísindamönnum að viðurkenna að þeir viti ekki nánast allt! Hverjar dyr sem opnast virðast leiða að öðrum dyrum, læstum..
Þessi "þétting" líkansins er svolítið eins og þegar teikniforrit "teiknar" hring. Líkjum nú heiminum við fullkominn hring [því heimurinn er í eðli sínu fullkominn eða hvernig væri hann annars?]: samansafn ALLRA MÖGULEGRA punkta í sömu fjarlæg frá einum punkti [miðjunni]:
Það er ekki praktískt í tölvu að vinna með fræðilega óendanlegan fjölda punkta í r fjarlægð frá miðju -enda til flestra hagnýtra hluta alger óþarfi; notuð er ásættanleg nálgun.Sa hringur sem forritið teiknar á skjáinn verður því í raun samansafn tiltekins fjölda punkta með sama millibili á hringferlinum, línuna mynda strikin milli þessara punkta; því fleiri þeim mun erfiðara er að greina ófullkomleika "hringsins". Nálgunin verður betri og betri. Á sama hátt virðist líkanið af alheiminum færast nær raunveruleikanum og freistandi er að álykta að endanleg kenning bíði handan við hornið, þegar raunin er sú[?] að ennþá má deila línunni niður á hringferlinum! Og segjum nú að vísindamenn nái loks nálgun sem er ásættanlega nákvæm, þ.e. nógu nákvæm til að ekki reynist þörf á að deila lengur því það skipiti engu um heildarmyndina...
Mín tilfinning er sú að þegar það gerist munum við komast að því að Allt var ekki bara "hringur", Við erum nú þvert á móti stödd á ýfirborði sívalnings!! Sívalnings sem við munum eftir megni smíða kenningar um -líkan- sem verður æ sennilegra uns við komumst að því að í rauninni var þessi sívalningur ekki beint sívalningur þó hann virtist það í fyrstu sakir stærðar sinnar) heldur er hann sveigður í t.d hringferil; yfirborðið óendanlegt...eða þá í spíral sem svo myndar hringferil...eða annan spíral sem svo myndar hringferil..
Nei, vísindamenn vita ekki allt..
Kannski er þessi "al(?)heimur" bara eins og smákaka í ofni einhvers lærings í akademíu guðanna; Byrjendaverk eða sveinsstykki? - Góðlátlegur brandari? Völundarhús og við erum mýsnar? Vél hönnuð til að spyrja spurninga um sjálfa sig og komast til meðvitundar? -Innan í annarri vél hannaðri til að spyrja spurninga um sjálfa sig...? Hundur sem eltir skottið á sér? Superkosmískt prump? Er það áfangastaðurinn eða ferðalagið?
Hvað veit ég. Og ef Þú ert ennþá að lesa þetta, þá þakka ég þér fyrir!
Góðar stundir!
** Spurningin"af hverju" er væntanlega enn talin heyra undir heimspeki og trúarbrögð [en hljóta svör við þessum spurningum öllu þremur ekki að vera skilyrði allsherjarkenningar á sama hátt og þessi meinti heilagi grall eðlisfræðinnar er að smíða kenningu sem þarf að ná yfir ALLA hina fjóra þekktu frumkraftana (þ.á.m. þyngdarkraftinn) eins og S Hawking hefur væntanlega verið að vinna að með umræddri "niðurstöðu"?])
Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2010 | 17:40
"Það er bjargföst skoðun mín.."
Meirihluti með góðum samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2010 | 11:54
Tóku ekki afstöðu gegn íslandi
Eins og margir benda á var afstaða Olíusjóðanna einungis eitt ótal viðvörunarmerkja sem ÍSLENSK stjórnvöld og útrásarherinn skelltu skollaeyrunum við (eða voru þess ekki umkomin að taka tillit til vegna umfangs og skriðþunga þess bulls sem farið var af stað...) Afstaða gegn íslensku bönkunum jafngilti því ekki afstöðu gegn Íslandi nema fréttaritari vilji setja íslensku bankana eins og þeir störfuðu og þjóðina undir sama hatt??
Þessi fyrirsagasmíð mbl.iss er bara í samræmi við almenn skrifgæði þar á bæ (af hverju maður dettur ennþá inn á þennan "fréttamiðil" (og var þetta ekki beisið áður en Davíð tók við) er mér sjálfum hulin ráðgáta enda ekkert hér að frétta annað en útþynnt endurvarp annarra miðla, slúður og dægurmál...).
Tók stöðu gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)