7.10.2011 | 19:09
Einmitt!! Og hér er smátillaga..
Éghef bloggað um þetta áður.Um allt þetta flæmi.Ums staðsetninguna og fleiri vankanta:
Með hjúkrunarfræðing innan fjölskyldunnar veit ég að allt þetta span sem spítala -og ekki síst bráðavinna- veldur líkamlegu álagi og sliti með tíma. Einnig geta fjarlæðgir milli verið spurning um líf og dauða fyrir sjúklinga þegar bregðast þarf skjótt við. Þá er enginn tími til útsýnisgöngu á leið á skkurðdeild osfrv..
Þannig getur ófullnægjandi hönnun og staðarval spítala m.t.t aðgengis og fjarlægða, ytri sem innri beinlínis kostað mannslíf:
Ætli ráðamenn sem koma að svona málum geri sér nægilega grein fyrir þessu?
Ég er sjálfur fylgjandi stækkun í Fossvoginum og kom hugmynd þess efnis nýlega á myndrænt form, Er þeirri hugmynd fyrst og fremstætlað að sýna að hægt sé að nýta þær teikningar sem nú liggja fyrir [ef pólitíkusum finnst málið of langt komið til að hægt sé að stoppa það].
Auðvitað hefði verið best að hanna hann þar frá grunni. Sjá. tillögu mína hér:
http://www.youtube.com/user/PETURK?feature=mhee#p/u/6/_ifS67WYYgQ
Gagnrýni Læknafélagsins er meira en tímabær.
Bætil ég hér viðtali þar sem mér gafst færi á að svara nokkrum spurningum um tillögu mína [Bylgjan, Reykjavík síðdegis 13/10/2011]
http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP6774
Of mikið flæmi innan nýs spítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dr. Friðrik Einarsson fyrrum yfirlæknir á Borgarspítalanum barðist fyrir þessu í mörg ár - bæði sem yfirlæknir og borgarfulltrúi.
fjóla (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 20:54
Eitt skil ég bara alls ekki. Til hvers þarf að byggja nýjan spítala? Við höfum ekki efni á að byggja nýjan spítala, við höfum varla efni á að reka þennan sem er núna. Væri ekki betra að halda áfram að nýta gamla spítalann og hugsa um byggingu nýs spítala þegar við höfum sýnt að við getum rekið þennan gamla án þess að hafa niðurskurð mörg ár í röð þannig að fólk fái varla heilbrigðisþjónustu?
Mér finnst þessi nýi spítali alveg mega fara út af teikniborðinu þar til við höfum efni á honum.
Andrea (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 00:23
Við höfum vel efni á Spítalanum því það á að hætta að sinna þeim sjúku..
Vilhjálmur Stefánsson, 13.10.2011 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.