Kappræður forsetaframbjóenda á stöð 2

Ja hérna, hvíilíkar kappræður í Hörpunni í kvöld!!

Þetta var í fyrsta skipti sem ég heyrði Þóru tjá sig um forsetaembættið og sitt framboð , og varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum -og hafði ég þó ekki gert mér neinar sérstakar væntingar um hana sem frambjóðanda-. Ég held ég að það hafi komið í ljós að hún er fyrst og fremst -hvort sem hún gerisr sér grein fyrir því eður ei- peð sem teflt er fram -eða við skulum segja hampað-af ákveðnum öflum sem vilja allt frekar en Ólaf Ragnar Grímsson; vilja forseta sem ekki hefur of sterkar skoðanir á einu eða neinu. Það sést í fjölmiðlaumfjöllun og allri matreiðslu 365 á þessum svokölluðu "kappræðum",

Ég er ánægður með þá frambjóðendur sem gengu út; þeir eru fyrir mér píslarvætttir á altari réttlætisins , því enginn þeirra á -tel ég- raunverulegt erindi í þetta embætti.  Hismið skildist þarna frá kjarnanum með sóma. 

Fyrir þá sem eingöngu vilja Ólaf frá virðist mér Herdís eini frambjóðandinn af réttum kaliber.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband