Setjum þetta í samhengi við farþegaflugvélar

Þetta vandamál er kannski best útskýrt með því að færa það yfir á flugvélar:

Ef reglugerðir mæltu fyrir um að sérhvert sæti um borð í farþegavélum þyrfti að rúma manneskju af hvaða umfangi sem er á þægilegan máta, hefði það hliðstæð áhrf á rýmisnýtingu- og þar með miðaverð per einstakling.

Þannig að: Já, reglugerðir -s.s reglur um aðgengi fatlaðra í öllum nýjum ibúðum- sem hafa verið að laumast inn í kerfið hafa tvenns konar fyrirsjánleg áhrif á fasteigir:

1) hækkað verðið

2) minnkað gæði íbúða þegar verið er að koma til móts við reglurnar en samt stemma stigu við hækkunum: Gott dæmi er 1.5m þvermáls svigrúm á baðherbergjum og í eldhúsum til að fólk í hjólastólum geti nú örugglega snúið sér á punktinum án þessa að finnast það vera að reka sig í einhvers staðar.Afleiðingin er að ef þessu skal framfylgt án þess fasteignaverðið hækki, þarf að skerða annað rými sem þessu nemur. Og þegar það er ekki gert gerist 1.

Vissulega er þetta gott fyrir það fólk en fatlað er og NAUÐSYNLEGT í einhverjum mæli .En hjólastólabundnir einstaklingar eru sem betur fer tiltölulega lágt hlutfall af íbúum. Hvað myndi nú gerast ef allar byggðar íbúðir þyrftu nú að taka tillit ofurfeitra einstaklinga sem ekki geta smokrað sér í gegnum 80-90 cm hurðir? Afleiðingarnar yrðu skelfilegar..Sem dæmi. Og hvar myndi það enda. 

Það er því spurning hvort að kröfur minnihlutahópa eiga að getað skert lífsgæði heildarinnar. Spurning um að tilteknar reglugerðir gildi um tiltekið hlutfall íbúða á gefnu svæði? 

[ATS: Slíkar spurningar kunna líka að vakna vegna krafa á borð við "halal" slátrað og ekkert svínakjöt  í skólum osfrv  En höldum okkur við spurningu dagsins.]

Og að sjálfsögðu, hvort ræða megi slíka hluti af yfirvegun án þess að fólk fari að vera með upphrópanir um "fordóma.." [eða álíka vitleysu..] í garð okkar sem kunnum að ljá á þessu máls. 


mbl.is „Lúxuskröfur hækka húsnæðisverð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég held að það sé alveg hægt, amk. gekk að ræða þetta mál í kaffistofunni út frá þessum punktum sem þú hnykkir á, án þess að æra óstöðugan.

Það ætti að vera t.t.l. einfalt að segja sem svo að húsnæði með ákveðnum fjölda íbúða, þyrfti að innihalda ákveðinn fjölda íbúða sem væri með viðunandi aðgengi fyrir fatlaða.

Sé ekki neitt stórkostlegt vandamál við það, ef þess þarf á annað borð. Hitt, aftur á móti, eins og þú réttilega bendir á, er alveg galið dæmi og endar í hnakkanum á þeim sem síst skyldi.

Sindri Karl Sigurðsson, 23.9.2015 kl. 23:33

2 Smámynd: Landfari

Sammála þér í þessu Pétur

Landfari, 24.9.2015 kl. 15:04

3 Smámynd: corvus corax

Það væri gaman að sjá bloggara sjálfan smokra sér í gegnum 80-90 cm hurð!

corvus corax, 24.9.2015 kl. 18:23

4 Smámynd: Landfari

corvus corax, hvað væri svona skemmtilegt við það?

Landfari, 30.9.2015 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband