5.5.2016 | 15:43
Það er náttúrulega svo óíslenskt að mala gull
Það er náttúlega alveg hrikalega óíslenskt og glæpsamlegt að mala gull.Nei, nei:
Íslenska leiðin er nefnilega sú að reka fyrirtæki hægt en örugglega í þrot, mergsjúga það á leiðinni, lýsa helst yfir milljarða gjaldþroti sem kröfuhafar fá aldrei til baka .Byrja svo upp á nýtt á nýrri kennitölu..Hér í sveit* kallast það að berast á og enginn maður (vegna þess að þeir sem far með fyrirtæki á hausinn eru líklega flestir karlkyns) með mönnum ef hann hefur ekki kafsiglt a.m.k 3 fyrirtæki á ferlinum..
Og þannig viljum við hafa það!?
Fyrirgefið mbl. Nú valdið þið mér vonbrigðum:
Djöfulsins fíflafréttamennska er þetta!!
*á Íslandi
Moussaieff-keðjan hefur malað gull | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt greint Pétur. Svo er nú ekki laust við að gyðingahatur hafi skinið í gegnum mest alla umræðu um frú Dorrit. Hluti af íhaldinu og margir vinstri menn og framsóknarfífl sýndu í upphafi furðulega tilburði vegna þess að hún var útlendingur og sér í lagi vegna þess að hún er gyðingur. Er sammála þér um að þetta er fíflafréttamennska og Mbl til skammar.
FORNLEIFUR, 5.5.2016 kl. 18:13
Heyrði eitt sinn ávæning af samtali tveggja blaðaljósmyndara þar sem þeir montuðu sig í kapp við hvorn annan um slæmar ljósmyndir af persónum sem höfðu fengist birtar með greinum sem voru til þess fallnar að ófrægja persónur.
Þótt mynd af Dorrit sé alls ekki slæm í þessu tilfelli þá er greinin ein af mörgum ógeðfelldum ófrægingar herferðum kosningabaráttunnar.
L. (IP-tala skráð) 5.5.2016 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.