YNDISLEGT

  Ég er einn af þeim námsmönnum á erlendri grund sem undanfarið hafa horft á annars ágæt laun sumarsins rýrna og verða að litlu.. Mikið er yndislegt að horfa á þetta:

  Ég byrja daginn á að hoppa brosandi beint úr draumalandinu langt fram á gólf (búinn að bursta tennurnar og gera 200 armbeygjur áður en ég lendi), fara með pepp/secret/töfra/lygaþulu um hvað ég og tilveran og allt sé frábært og hvað dagurinn í dag eigi eftir að verða betri en dagurinn í gær...   fæ mér svo naglasúpu með andabrauði frá í fyrradag og kíki á mbl.is á netinu í  fartölvinni minni sem ég verð búinn að borga eftir 2ár .... kíki á nýjustu fréttir af vinkonu minni; íslensku krónunni og reikna hlæjandi út hvað ég hef tapað miklu á því að hafa ekki tekið út fyrir húsaleigunni kvöldið áður
-Spýti svo blóðinu sem safnast hefur í munninn og skola.

   Leigan er skyndilega orðin tvöfalt hærri en hún var í fyrra í krónum talið!!

Ég nenni ekki að skrifa meira í bili. Skríð aftur undir sæng.

Vekið mig þegar krónan fer að styrkjast!!


mbl.is Gengi krónunnar veiktist um 11,65%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband