Enn ein 737- vélin?!?

Er það bara ég eða tengjast flestar flugslysa-og hrakfallafréttir undanfarið vélum af gerðinni 737- ?? :

 Mér finnst vera orðið nauðsynlegt fyrir þá sem af einhverjum ástæðum er ekki sama hver farkosturinn er að slikar upplýsingar liggi fyrir við pöntun farmiða.

Ég sting ekki nefinu inn í þessar vélar héðan í frá !!

[ Ok jú jú (sjá athugasemdirnar)) Mér þætti samt gott að fá að vita fyrirfram með hvernig vél ég á að fljúga og jáfnvel fá upplýsingar um aldur hennar og feril og hvenær hún fór síðat í yfirferð: Svona e-k "læknisvottorð" Hvað segið þið um það, flugvitar?? ] 

 


mbl.is Eldur í hreyfli flugvélar XL Airways
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður að gerað þér grein fyrir að Boeing 737 er búin að vera í framleiðslu síðan 1963. Hún er fjölmennasta vélin í loftinu og þessveglna heyrir maður oftast um bilanir í þeim. Á hverri einustu mínutu eru c.a 1300 B737 í loftinu á sama tíma.

Rob (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 15:13

2 identicon

Sammála Rob.

Þetta eru algengustu vélarnar á himnum og hafa verið lengi, t.a.m. tekur ein 737 sig á loft eða lendir á um 5 sekúndna fresti í heiminum á hverjum tímapunkti. 

Gorgeir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 15:23

3 identicon

Þetta er full mikil einföldun.

Það kviknaði í hreyfli vélarinnar skv. þessari frétt.  Þessi Boeing 737 er með CFM56 tegund af hreyflum eins og aðrar (eldri) gerðir af Boeing 737 ásamt Airbus 319/320/321 og einnig Airbus 340 vélum.

Þetta hefur því lítið með áræðanleika B737 að gera og eins og er bent hér að ofan er þetta vinsælasta farþegaþota hjá flugfélögum og þykir áræðanleg.

Ef þú ætlar að hætta að fljúga með B737 vegna þessa ættir þú þá væntanlega að hætta að fljúga með hinum flugvélategundunum sem eru með samskonar hreyfli líka og ef þú ætlar að fara að bera saman aðra flugvélahreyfla og tilfelli sem upp koma í samanburði við CFM56 með tilliti við áræðanleika ættir þú kanski að nota annan ferðamáta. 

Þó mæli ég eindregið með B737 og CFM56 enda vinn ég á slíkum vélum og bendi á að flug er öruggasti ferðamáti sem völ er á og óþarfi að örvænta þó svo að einstök atvik koma upp eins og gerist með öll tæki og tól.

Kv. Páll Andrés, flugvirki. 

Pall Andres (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 16:43

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svo má líka líta til þess að flugumferð hefur almennt stóraukist í heiminum undanfarin misseri og einnig er meiri meiri fréttaflutningur en áður tíðkaðist af slysum. Það er hinsvegar langt frá því að fjallað sé um hvert einasta flugslys í fréttum því það líður varla sá dagur að ekki verði einhversstaðar óhapp vegna flugumferðar. Engu að síður held ég að Boeing-737 með hæfan flugmann við stjórnvölinn sé í ljósi tölfræðinnar mun öruggari farkostur en t.d. glænýr fólksbíll af vandaðari gerðinni. Hættulegustu farartækin eru og hafa lengst af verið bifreiðar, og á meðan nánast hvaða bjáni sem er getur fengið ökuréttindi mun það halda áfram að vera þannig.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.10.2008 kl. 16:46

5 Smámynd: Pétur Arnar Kristinsson

Takk fyrir viðbrögðin ..Þetta er rétt hjá ykkur og já ég svo sem vissi það, Maður er bara eitthvað skotglaður þessa dagana: en auðvitað er ekki forsvaranlegt að taka Gordon Brown á dauðan hlut (737) sem hefur þjónað sínu hlutverki með sóma og er löngu búinn að skrifa sig inn í samgöngusögubækurnar sem ein farsælasta flugvél allra tíma svona eins og DC-3 ofl..:

 Ég er samt feginn því að floti Icelandair skuli samanastanda af nánast nýjum vélum.. Maður er svo sem hvergi óhultur hvorki á lofti,  láði né legi!

 Og ég bæti hér með smávegis við færsluna (sjá)

Sáttir?? 

Pétur Arnar Kristinsson, 18.10.2008 kl. 17:13

6 identicon

Pétur minn

Icelandair vélarnar eru flestar yfir 20 ára gamlar. voru hér nýjar 1987 til 1988 :-)

runa (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 19:41

7 Smámynd: Pétur Arnar Kristinsson

Úbbs.. Eru 757 vélarnar orðnar þetta gamlar???

Eru orðin 20 ár síðan.. ... ? ! ? ! Neeeeeeeeeeeiiiiiiii

Ég er þá bara orðinn eldri en hélt

Fannst Þær vera nýjar í gær! 

Hjálp!-Hvað þetta líður þetta hratt!  

Pétur Arnar Kristinsson, 18.10.2008 kl. 20:04

8 identicon

B757, B737, (gamlar flugvélar ..?? *)  ...

-bestu vélar til að flúga í væru af gerðinni ,: dc8-cf63 með 4(fjórar) Pratt-Withney túrbínur.

-aldrei kom up eldur í Pratt-Withney þotu, enn ef svo skildi ské, bara slökva og þú hefur ennþá 3jár þotutúrbínur til að komast á leiðarenda.

outsider (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 01:03

9 identicon

Fyrstu 757 komu 1990 til Icelandair og er hvorug þeirra véla er enn að fljúga áætlunarflug fyrir Icelandair. Flestar vélar Icelandair í dag eru framleiddar í kringum 2000. Þannig að sú fullyrðing að vélar Icelandair séu yfir tvítugt er bull.

Páll (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 10:13

10 identicon

Já Palli mælir með 737... Þú veist það eins og ég Palli að öruggustu vélarnar eru 747 (4 mótorar) og á ekkert að fljúga með öðru.  Svolítið takmarkað framboð en.... hehehe

Ingi (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 11:02

11 Smámynd: Pétur Arnar Kristinsson

Já, Páll; þetta hélt ég (um aldur vélanna) : Taldi mig oftar en einu hafa séð þetta koma fram í Atlantica in-flight-bleðlinum sem ég glugga iðulega í þegar ég er á ferðinni;

Já það er ekki laust við að það væri ró í að vita af fleiri mótorum en 757 urnar geta alveg flogið á einum ef hinn bilar. Hef aldrei komið í 747. Úr því sem komið er ætlið það verði ekki frekar 787 eða A380 af þessum stóru hjá mér þegar þar að kemur... Hafið þið eitthvað um þær að segja (nátúrulega of snemmt fyrir 787)  en það er gaman að spá í þetta

Þakka ykkur annars  öllum fyrir áhugann og innleggin, ég er upplýstari flugfarþegi fyrir vikið ;-) 

Pétur Arnar Kristinsson, 19.10.2008 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband