25.11.2008 | 03:31
RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS: ÞÚ ERT REKIN!!
Já þetta fannst mér fólk vera að segja á þessum magnaða og sögulega fundi:
"Við, fólkið í landinu*, sem fólum ykkur (ráðherrum) umboð til að fara með ráð þessa lands-með ráð okkar- tökum umboð þetta til baka: Ríkisstjórn Íslands: Þú ert rekin! "
-Og nú ætti þetta fólk að fara að vinna sinn uppsagarfrest eða þetta 3 mánuði og skal þá ganga til kosninga ef ekki fyrr , því það er jú betra að leita að nýjum starfskrafti tímanlega!
Nokkuð góð einng hugmyndin um að fá fulltrúa almennings inn í nefnir til að fylgjsat með gangi mála: Ekki svo galið: Má ég leyfa mér að ganga skrefinu lengra og stinga upp á því framleiddir verði raunveruleikaþættir þar sem fylgst yrði með ráðherrum og nefndum öllum stundum í gegnum þessa kreppu: Myndavélar alls staðar og sent út beint !! ´Gæti slegið í gegn!
Það myndi reyndar kannski spilla "vinnufriðnum" a.m.k. fyrir sumum því víst er að það fylgir því álag að hafa vinnuveitanda sinn yfir sér öllum stundum að fylgjast með.
* Athyglisverð orð Ingibjargar Sólrúnar um að fólkið í salnum gæti ekki talað fyrir þjóðina (!!??): Ég held einmitt að sá hópur sem þarna lét sjá sig og -sjá! kraftaverk gerast!- heyra í sér sé nokkuð lýsandi úrtak af þjóðinni og þeim skoðunum og spurningum sem krauma í samfélaginu um þessar mundir hjá þeim ekki-séra-Jóni og Gunnu .. Og þarna voru sannarlega nokkrar raddir skynseminnar mættar að kveða sér hljóðs.
Meira af svo góðu!
Þetta er þjóðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.