5.12.2008 | 21:00
"Fyrst hélt ég að verið væri að pína kött.."
Þetta minnir mig á það þegar ég datt inn á ónefndan kaffibar um árið... : Ég var að því kominn að panta mér einhverja vætu þegar óhljóðin byrjuðu :
Fyrst hélt ég að verið væri að pína kött -og var kominn með hönd á gemsann minn til að hringja í einhver dýraverndurnarsamtök- en áttaði mig svo á því að hávaðinn kom frá mannveru -sem var ekkert verið að pína en virtist þvert ámóti skemmta sér hið besta. Aðrir gestir staðaris hafa annað hvort verið heyrnarlitlitlir - eða of ölvaðir til að þetta hefði áhrif á þá... Ég hrökklaðist hins vegar öfugur út (( -enda ekki með hníf ? ;-); ))
(Skyldi nokkuð vera hægt að bera við sjálfsvörn ef maður þaggar niður í svona hljómrænum árasarmanni?)
Nei, nei, auðvitað mér dytti það ekki í hug!! En þessi frétt rennir stoðium undir þann gamla grun minn að í Asíu sé Kareoke dauðans alvara!
Karaókí-söngvari myrtur í Malasíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já æææææ, Tinna ^ ekki ég samt þó ofanverð færsla kunni að gefa það til kynna.. mér finnstbara frábært að fólk tjái sig í söng; sjálfur hef ég verið í ýmsum kórum (verð trúlega að syngja í einhverri kirkju yfir jólin en það er önnur saga) þannig að ég þoli vel söng. Ég stílfærði þessa frásögn kannski aðeins en ég játa fúslega að mjög falskur söngur bara er eins ískur þegar klórað er á krítartöflu; fer bara inn í merg og bein á mér og mér líður beinlínis illa að hlusta á slíkt sérstaklega ef viðkomandi "söngvari" heldur að hann sé að syngja vel og mér er sjálfum ómögulegt að skilja hvernig það er hægt syngja falskt öðruvísi en viljandi... Kannski þetta byggist hjá sumum á misskilningi á orðinu "falsetta"; sem þeir túlki sem svo þá eigi að syngja falskt!!
Pétur Arnar Kristinsson, 13.12.2008 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.