Sorgardagar - klæðumst svörtu!

Ég legg hér með til að við sem erum á móti ESB aðild klæðumst svörtu þannig að hugur okkar sjáist svart á hvítu..

  Nú lá samningurinn tilbúinn og sjálfsagt búinn að liggja i skúffu Samfylkingarinnar um tíma og klárt að makkað hefur verið um þetta lengi..  Og þjóðin á ekkert að fá að segja um þetta!

  Ætli eitthvað af þessu fólki sé ekki þegar búið að semja um einhverjar þægilegar skriffinnastöður í ESB undir rassana á sér !! 

Ísland á allt til alls til að vera fyrirmyndarríki á öllum sviðum.við höfum þekkingu og sköpunarkraft sem gerir okkur alla vegi færa.

Landbúnaðurinn?  Má ég fyrir mitt leyti frekar biðja um hreint íslenskt fjallalamb og íslenskar affurðir  -þó dýrari verði- en eitthhvað  Júrójukk!   

Við eigum ekki að þurfa að bera okkur saman við þessi ríki skriffinnsku, meðaljónsku og loftmengunar 

Og hverjir vilja aðild á efnahagslegum grundvelli? Eru það ekki einmitt okkar gömlu útrásarvíkingar sem bíða þess eins að fá að hefja leiknnn á ný með Evrópu sem leiksvið??

Lærum við ekkert?

Kannski eigum við þetta land allsnægta ekki skilið. 

 


mbl.is Búið að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Það sem ég skil ekki er eftirfarandi: Þarf svona lagað ekki að fá staðfestingu forseta síðan að birta það í stjórnartíðindum fyrst til þess að þessi gjörningur sé löglegur ?

Sævar Einarsson, 18.7.2009 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband