21.4.2010 | 09:39
Þetta var mjög gott viðtal á BBC (sjá tengil)
Af hverju í ósköpunum þetta fjaðrafok út af þessiu viðtali?
Herra Ólafur Ragnar kemur vel út og klárar viðtalið nokkuð glæsilega er hann segir við kannski hafa gott af þvi að taka frá tíma til að íhuga tengst manns og náttúru.
http://news.bbc.co.uk/2/hi/8629062.stm
Það eina vandræðalega eru viðbrögð Steingríma við þessu.
Mér verður hugsað til viðtals við franskan eldfjallafræðing (?) á Euronews sjórvarpsstöðini fyrir nokkrum dögum; hann taldi upp ferns konar mögulega framvindu gossins í líkindaröð: "....og svo er fjórði -og jafnframt ólíklegasti möguleikinn (!!): Að eldfjallið við hliðina, Katla vakni og fari að gjósa..." Ég taldi honum hafa verið lögð orð í munn til þess að "Ýta ekki undir óróa og skelfingu hjá fólki".. en nú velti ég fyrir mér hvort þessar "upplysingar" hafi átt sér uppruna á Íslandi? Gert hafi verið vísvitandi lítið úr möguleikum á Kötlugosi. ?
Óþarft að skapa óróa og hræðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert með link á rangt viðtal... Fólk er að tala um viðtalið á News Night, linkur hérna. Hann er með geggjaðis lega asnalegan accent karlinn.
http://news.bbc.co.uk/2/hi/programmes/newsnight/8631343.stm
Einar Tonsberg (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 10:15
Ó, Æ, Þakka þér Einar, fyrir tengilinn, ég hafði ekki séð þetta viðtal!
Mér þykir hann eingu að síður raunsær í máli; það er kannski ekki nógu mikil áhersla á orðið "could" er hann segir að þetta gæti verið bara "smáæfing/upphitun" fyrir Kötlugos. Og það er vitað að Katla muni gjósa.
Alstövun flugumferðar og töf á prufu-og rannsóknarflugferðum til að meta raunverulegt ástand loftsins m.t.t. flugumferðar sýna að Evrópa var ekki undir þetta búin: Ólafur er bara að benda á að þessir náttúrunna hlutir muni gerast hvort sem fólk er undir það búið eða ekki. Og sama mátti segja um fjármálabóluna sem sprakk 2008. Hrunið lá í hlutarins eðli.
Það bætir ekkert að leika strút. Íslnendingar af öllum þjóðum ættu nú að vera einhvers vísari um afleiðingar slíks hugarfars.
Pétur Arnar Kristinsson, 21.4.2010 kl. 10:34
Til Einars: Forseti Íslands talar mjög frambærilega ensku.Málfræðikunnátta hans er góð; Orðaforðinn er í góðu lagi, a.m.k. innan þess sviðs sem hann tjáir sig um í fjölmiðlum. Framburðurinn er ekki gallalaus, hljóðfræðilega séð, en er auðskiljanlegur og "semantic"" áhersluhljómfall innan setninga er í góðu lagi. Viðbrögð hans við spurningum og "body Language" eru ekki bresk en það er annað mál og fellur ekki undir gangrýni þína um "accent ".
Hvar eru rök fyrir þeirru staðhæfingu eins af ráðherrum okkar í ræðu á Alþingi að viðtalið við forsetann hafi valið landinu, eða ferðamannageiranum tjóni?
Hefur yfirhöfuð einhver af forustumönnum ferðmannageirans fært einhver rök fyrir þeim skaðlegu áhrifum sem þeir telja að viðtöl BBC við forsetann hafi haft?
Hefur einhver komið með humgmyndir um hvort hægt sé að nýta gosið í þágu ferðamannageirans?
agla (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 14:02
Takk, Agla,
Ég er sammála þér: Það vantar uppbyggilegt hugarfar þarna. Þarna eru eflaust sóknarfærin fleiri en ráðamenn í ferðamannageiranum virðast hafa hugmyndaflug -eða viðhorf- til að koma auga á.
Ég er sjálfur staddur í París og á vinkonu hérlenska sem er að far til Íslands eftir nokkra dag og vonar það besta og er alveg sama þótt hún þurfi að bíða "Það sé þess virði"..
Umtalið skapar endalaus tækifæri!
Pétur Arnar Kristinsson, 21.4.2010 kl. 14:36
Agla... já, hann er með fínan orðaforða og kemur fínt fyrir.
Mér finnst accentinn samt mega fyndinn og hann lýsir forsetanum okkar ágætlega.
Þetta er tilraun til svona posh ensku og hljómar mjög furðulega í bland við okkar ágæta harða íslenska accent. Kallinn á það til að taka sig full hátíðlega en hann ber auðvitað líka marga kosti blessaður.
Annars höfum við haft ýmsa utanríkisráðherra og forsetisráðherra sem hafa verið gjörsamlega haltir á enskri tungu en það á engan vegin við Ólaf.
Og nú sýnist mér vera stórhugur í Óla, það dugar ekki að bjarga Íslandi, nú á að bjarga heiminum. Spurning hvort að forsetastóllinn á klakanum sé bara lítil æfing fyrir stóra djobbið?
Gleðilegt sumar
eEinar Tonsberg (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.