Ég er þá ekki einn um að hafa pirrast..(Jólasaga)

Þetta merkingaleysi við Smiðjuveg -ásamt þeirri staðreynd að ég var að versla jólagjafir á síðustu stundu Wink- olli því á Þorláksmessu sl. að :

-Ég náði ekki í ákveðna verslun fyrir lokun og þ.a.l. ekki að kaupa ákveðna jólagjöf handa ákveðinni manneskju..:

Verslunin varð af þeim viðskiptum: Þetta gerðist með eftirfaranadi hætti: 

Hentist úr Strætó í því sem ég hélt að væri tímanleg og örugg seilingarfjarægð frá ákveðinni verslun ca 10 mínútum fyrir auglýsta lokun, taldi mig hafa goða hugmynd um í hvaða húsi verslunina væri að finna en málið reyndist ekki svo einfalt og mínútur eru fljótar að tikka þegar maður er fótgagandi.

Spurði til vegar í verslunum en jafnvel fólkið þar vissi ekki

a) Í hvaða húsnúmeri það var sjálft statt!!

b) Hvar það númer sem ég var að leita að væri að finna: 

Engar merkingar þar að lútandi voru sjáanlegar og verslunin sem ég leitaði -og fann á endanum um 3 mínútum eftir lokun (horfði á eftir eigandanum setajst upp í bil og aka brott) var lítt sýnileg frá götunni.  

Þetta voru vonbrigði og olli mér nokkru uppnámi í mómentinu enda frekar úr alfarleið fyrir mig og nóg annað eftir að gera fyrir jólin en að vera í RATLEIK um hverfi sem ég þekkti ekki. 


mbl.is „Hverfið fer í taugarnar á fólki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband