12.10.2008 | 20:42
Gott að heyra; hvernig væri nú að..
...Leyfa námsmönnum erlendis að njóta þess og fá heimferðir í jólafríinu á hagstæðasta verði sem í boði er óháð dagsetningum?
Ég var nefnilega að kaupa miða heim frá París um jólin og hafði hugsað mér ákvðena daga til fá eins marga vinnudaga út úr fríinu og mögulegt væri, enda nauðsynlegt að reyna að troða marvaðann í öllum ósköpunum sem yfir hafa dunið: en nú er það svo að miðaverðmunur milli daga getur numið tugum þúsunda (eftir því, væntanlega, hvernig Icelandair metur ´áhugaverðugleika daganna´): Þetta gerði auðvitað það að verkum að hinar ´áhugaverðu (dýru) dagsetningar´ voru einmitt þær sem hefðu hentað mér best: Ég varð þannig að fórna 4 mögulegum vinnudögum því það er ekki til neins að framlengja dvölina bara til að vinna fyrir mismuninum...
Þarna þætti mér gott að Icelandair byði nemum sérstök fargjöld ef pantað er með fyrirvara.. enda getur miðaverð -eins og staðan er- ráðið því hvort nemar komast heim í frí eða ekki ..og eru það þá líka töpuð viðskipti fyrir félagið..
Þessa dagana hanga flennistór Icelandair auglysingaskilti um gjörvallt neðanjarðarlestarkerfi Parísar með myndum af Gullfossi eða öðrum náttúruperlum og hin kaldhæðnislegu slagorð:
"Islande; Naturellement!" eða "Ísland; Náttúrulega!"
Boðið er upp á 3 nætur frá e-h 399€...
Ég vil nú -um leið ég óska Icelandair til hamingju með gott gengi [og vona innilega að ekki sé um að ræða einhverja innantóma PR-bólu eða botoxbúst á raunverulega stöðu fyrirtækisins (?)]- skora á Icelandair að gera betur við þennan eflaust hlutfallslega fámenna -en góðmenna- hóp námsmanna erlendis sem er í fjárhagslega dýpkandi skít frá degi til dags og sýna honum samstöðu á erfiðum tímum.
Takk fyrir ef einhver er að hlusta
![]() |
Tekjur Icelandair Group 72 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
svo væri nú líka sniðugt að draga uppsagnir innan fyrirtækisins til baka...
Bjössa (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:16
obb,obb obb, Trúið þeð þessu bulli. En einn talnaleikurinn hjá þessum kónum.
Hjalti Elíasson, 12.10.2008 kl. 23:15
Sammála: Full ástæða til að segja obbobbobb getur þetta staðist? Ég datt inn á skrifstofu Icelandair í París í dag bara til að spyrja frétta og til að athuga hvort einhvers sveigjaleika væri að fyrir námsmenn; Það eru aðallega frakkar sem þarna vinna og sá sem varð fyrir svörum sagði félagið hafa farið hagræða fyrir nokkru til að mæta minnkandi framboði osfrv og ; hvað sveigjnleika varðaði sagðist hann fyrirtæið ekki ætla að fara að missa sig í tilboðum og tilfinningasemi þó vel gengi og tilfinningin sem ég fékk var: Íslenskir námsmenn??:(eða Íslnendingar yfirleitt) :"Who gives a F***?"
Pétur Arnar Kristinsson, 14.10.2008 kl. 02:27
Að fyrirtæki eins og Iceladair og Össur komi með tilkynningu um auknar tekjur í verðlausum ISK þegar þessi fyrirtæki gera mest viðskitpi í erlendum gjaldmiðlum er nútturlega bara djók! Þeir fá tvisvar sinnum fleiri krónur núna fyrir hvern $.
Og hvaða gengi nota þeir? Ef þeir geta fundið banka einhvernstaðar sem gefur þeim 200kr fyrir hvern $ þá hjóta þeir að meiga nota þá tölu!!
Ég veit að allir vilja heyra góðar fréttir og þær munu koma en þetta eru ekki þær, þetta er bara tilraun til að blekkja okkur! Fjármálamenn hafa blekt okkur lengi núna og þeir eru greininlega enþá að reyna! Látum þá ekki komast upp með það!
Mr. Ice (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.