8.2.2009 | 22:38
Kreppumatseld; naglasúpur og fleira girnilegt!
Ég hef nú aldrei verið þekktur fyrir eldhúsfimi enda flest herbergi mér kærari..
En mér datt í hug að gera smáþætti (videó) um ódýra eldhúsgjörninga sem ekki síst henta íslenskum námsmönnum erlendis í neyð (eins og mér)..
Þannig byrjaði ég á minni túlkun á hinni sígildu naglasúpu (með ýmsu torkennilegu innihaldi s.s vænum skammti af gríni (hráefni sem verður æ verðmætara -og máski erfiðara að útvega- á krepputímum )) og fylgdi henni eftir með einhverju hefðbundnara í 2. þætti.
Mig langar að deila þessu með ykkur og hér eru slóðirnar á þetta á YouTube(Báðir þættirnir eru í tveimur hlutum):
http://www.youtube.com/watch?v=fTwSt63ZXgk
Alla myndbútana getið þið nálgast á
http://www.youtube.com/user/peturk
Verði ykkur að góðu!
Pétur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.