24.2.2009 | 13:29
"Gefinn hundi" en ekki "giftist hundi"..
Orðatiltækið´: Þar fór góður biti í hundskjaft" fær þarna nýja merkingu!
Annars vildi ég bara gera smásmugulega athugasemd við fyrirsögnina: "Giftist hundi..."
en þetta gefur til kynna að drengur hafi þar gefist hundinum sjálfviljugur og af eigin
hvötum. Drengur var hundinum "gefinn".
Það má hlæja að þessu. "Ungur var ég hundi gefinn".. eheheheog fyrir þau sem hafa áhyggjur af þessu þá eru lífslíkur "makans"takmarkaðar. annars skilst mér að það sé orðið svo á Indlandi að karlar séu í miklum meirihluta og lenda því í vandræðum með að finna sér maka.. þetta er kannski þrautalending hjá þeim
Það er margt sem viðgengst þar eystra: Það var heimlidaþáttur hérna í franska sjónvarpinu nýlega þar sem fjallað var um barsrán á Indlandi; börn væru numin burt úr fátækum héruðum og alin upp til vændis. sum hver látin gangast undir skurðaðgerðir þar sem ýmsu er breytt.. Égsá ekki þennan þtt en það var nokkuð um hann rætt..
Þannig að þessi drengur er kannski bara tiltölulega heppinn.
Allt er þetta afstætt.
Giftist hundi vegna ólánstannar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru alla vega betri örlög að kúra hjá hundi ,en lenda í vændi.
Þóra Guðrún Grímsdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.