16.8.2009 | 14:52
En af hverju Blönduós??
Ég vona bara að hér ráði verkfræðil- og hagkvæmnisjónarmið en ekki einhver landsbyggðapólitík:
-Er umrætt svæði jarðfræðilega hentugt (öruggt) ?
-Er hentugt að leggja gagnakapla að þessum stað m.t.t. kostnaðar og jarðfræðilegs stöðugleika?
-Kæling og orkunotkun . ...?
Í stuttu máli er þetta hugsað til enda??
Maður bara spyr sig, eins og allt virðist vera þessa dagana...
Talið líklegast að risavaxið gagnaver rísi á Blönduósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er mjög stutt í Blönduvirkjun og afhending orku ætti að vera öruggari þar en víða annars staðar. Það felst örugglega einnig nokkur sparnaður að nýta orkuna sem næst framleiðslustað í stað þess að flytja hana suður í Hvalfjörðinn.
Svæðið ætti að vera mjög ákjósanlegt út frá hættum af jarðskjálftum og eldsumbrotum og einnig má nefna að það er nægt landrými á svæðinu sem getur rúmað starfsemi sem er landfrek.
Þannig að það er margt sem mælir með Blönduósi.
Sigurjón Þórðarson, 16.8.2009 kl. 15:24
Norðurland vestra er ekki eldgosasvæði. Þar eru jarðskjálftar afar fátíðir. Lóðin er stutt frá Blönduvirkjun og er í nágrenni Blönduóss. Norðanáttin blæs vel og rækilega inn Húnaflóann, sem virkar eins og trekt fyrir kalda vinda norðursins inn á hálendið og suður yfir heiðar. Lagning gagnakapla er trúlega minna vandamál hér norður frá, vegna stöðugleika landsins. Svæðið er afar vel gróið og þar af leiðandi eru hvorki sand eða moldrok á svæðinu. Starfsmannavelta hjá fyrirtækum á svæðinu er mjög lítil. Samgöngur eru góðar, þar er flugvöllur og stutt á 2 millilanda velli í Rvík og Akureyri. Það munu vera hinir erlendu eigendur sem taka endanlega ákvörðun um staðarval.
Þar sem mig skortir verkferlaþekkingu, en ég hygg að hagkvæmissjónarmið ráði þarna miklu. Við höfum ekki notið þeirra "forréttinda" á Norðurlandi vestra að hafa fengið stórfyrirtæki á silfurfati til okkar undanfarin áratugi og höfum verið í neikvæðum hagvexti. Sá vöxtur var -9% árin 1998 til 2005 samkv, skýrslu frá Hagfræðistofnun HÍ og Byggðastofnun.
Þegar við verðum komin í ESB, verður mun virkari byggðastefna á Íslandi en við höfum áður séð. Og þá verður trúlega skælt vel og rækilega á Höfuðborgarsvæðinu vegna mismununar.
Hef búið í V Hún frá 1947 og tel mig þekkja nokkuð vel til á svæðinu.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.8.2009 kl. 15:37
Þakka ykkur fyrir þessar fróðlegu athugasemdir. Ég mátti svo sem vita að ekki væri mikil jarðskjálftahætta þarna og Blönduvikjun er auljós kostur ef hún er aflögufær.. eina sem ég finn að er setningin "Þegar við verðum komin í ESB.." : Það vona ég sannarlega að verði aldrei!
Pétur Arnar Kristinsson, 16.8.2009 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.